miðvikudagur, 9. desember 2009

Mótað landslag




Að sjá þessar myndir sem Edward Burtynsky tók vekur hjá manni óhug um það hvað mannskepnan getur verið eyðandi. Eða á maður kannski að segja uppbyggjandi... því hér hafa byggst upp heilu fjöllin og „landslag“ mótast? Ætli það séu ekki margir svona haugar um hina víðu veröld... eins gott að ekki komi upp eldur þarna... skelfilegt :-(

þriðjudagur, 1. desember 2009

Hver er raunverulega þörfin?



Þessi skemmtilegi poki eftir Fanny Descary vekur mann til hugsunar um neysluþörfina. Væri ekki bara fínt að staldra aðeins við núna, þegar verslaðar eru jólagjafir og annað fyrir jólin, og spyrja sig þeirrar spurningar „hvað er það sem ég þarf nauðsynlega?“

Kv. Ág.