Sýnir færslur með efnisorðinu Afmæliskveðjur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Afmæliskveðjur. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 7. desember 2011

María Elísa 7 ára

Hún María mín er 7 ára í dag. Var vakin með söng og pakka í rúmið í morgun. Það var glöð stelpa sem tölti í skólann í morgun með mikla tilhlökkun til dagsins. María, litla ljósið okkar, er alveg yndisleg stelpa, svo skapandi og skemmtileg.

Til hamingju með daginn þinn fallegi engillinn minn :-) Knúúús!



fimmtudagur, 9. desember 2010

María mín orðin 6 ára

Jæja, þá er María mín líka búin að eiga afmæli orðin 6 ára stelpan en hún átti afmæli núna þann 7. Vá 6 ár liðin! Ég er ekki alveg að trúa þessu, það sem tíminn líður hratt. Skrýtið þar sem ég eldist ekkert sjálf ;-Þ. Þetta var í fyrsta skiptið sem María las afmæliskort sjálf... ekkert smá dugleg orðin að lesa og skrifa. Það sem maður elskar þessi börn sín, ég er ekkert smá rík :-)

Elsku María mín til hamingju með daginn þinn ég elska þig litla ljósið mitt :-)


fimmtudagur, 11. nóvember 2010

Svavar minn orðinn 8 ára :-)

Litli engillinn minn varð 8 ára í gær þann 10. Ég er ekki alveg að trúa því að það séu strax komin átta ár frá því að Svavar kom í heiminn. Samt er eins og hann hafi alltaf verið hér með okkur... skrýtið hvernig tíminn hegðar sér. Hann Svavar minn er mér svo mikill fjársjóður rétt eins og systur hans... ég er svo rík og hamingjusöm móðir :-)

Elsku Svavar til hamingju með daginn þinn ég elska þig alveg upp í geim og til baka :-)