Þegar ég leit yfir statusana (hvað kallast þetta aftur á íslensku?) þá varð mér hugsað til þess þegar ég bloggaði alltaf á Gauksstöðum. Það var svo yndislegt að kíkja yfir allar færslurnar og sjá allt sem ég hafði verið að gera og hvað ég var að hugsa. Ég kom nefnilega meiru í verk en ég mundi eftir.
Þessi upprifjun fékk mig til þess að langa að byrja aftur að blogga... sem ég ætla núna að gera... sjáum nú hvernig það gengur ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli