Litli engillinn minn varð 8 ára í gær þann 10. Ég er ekki alveg að trúa því að það séu strax komin átta ár frá því að Svavar kom í heiminn. Samt er eins og hann hafi alltaf verið hér með okkur... skrýtið hvernig tíminn hegðar sér. Hann Svavar minn er mér svo mikill fjársjóður rétt eins og systur hans... ég er svo rík og hamingjusöm móðir :-)
Elsku Svavar til hamingju með daginn þinn ég elska þig alveg upp í geim og til baka :-)