fimmtudagur, 11. nóvember 2010

Svavar minn orðinn 8 ára :-)

Litli engillinn minn varð 8 ára í gær þann 10. Ég er ekki alveg að trúa því að það séu strax komin átta ár frá því að Svavar kom í heiminn. Samt er eins og hann hafi alltaf verið hér með okkur... skrýtið hvernig tíminn hegðar sér. Hann Svavar minn er mér svo mikill fjársjóður rétt eins og systur hans... ég er svo rík og hamingjusöm móðir :-)

Elsku Svavar til hamingju með daginn þinn ég elska þig alveg upp í geim og til baka :-)


Tilvitnun dagsins - Quote of the Day

In every walk with nature one receives far more than he seeks - John Muir

laugardagur, 6. nóvember 2010

Tilvitnun dagsins - Quote of the Day

I go to nature to be soothed and healed, and to have my senses put in order - John Burroughs

Falleg birta sem fylgir snjónum

Það er eitthvað sem gerist innra með mér þegar snjórinn byrjar að falla til jarðar og mynda hvítt teppi á jörðinni, finnst það alltaf svo heimilislegt og notalegt. Sennilega má rekja það til þess að vera alin upp á Norðurlandi. Myrkrið verður fyrir vikið ekki eins yfirgnæfandi og birtan sem kemur frá snjónum endurkastar birtu í sálartetrið.