mánudagur, 13. desember 2010
Jólaklippingin hjá börnunum
Sótti börnin snemma á frístundaheimilið í dag og var ferðinni heitið í klippingu í yndislega hverfinu okkar. Nú er hinni árlegu jólaklippingu semsagt lokið hjá börnunum. Þau voru svo stillt og kurteis að vanda að þau fengu sleikjó í verðlaun, sem þau voru frekar ánægð með svona á mánudegi. Í leiðinni afpantaði ég klippinguna, sem ég átti bókaða í næstu viku, þar sem ég ákvað að þetta lufsaðist alveg svona fram á nýtt ár :-) Við fengum svo mjög hressandi göngu á leiðinni heim. Heima drifum við svo af heimalærdóminn og tókum síðan fram bingóið og spiluðum... það er svo gaman að eiga svona stundir með þessum elskum :-) -Ág.
fimmtudagur, 9. desember 2010
María mín orðin 6 ára
Jæja, þá er María mín líka búin að eiga afmæli orðin 6 ára stelpan en hún átti afmæli núna þann 7. Vá 6 ár liðin! Ég er ekki alveg að trúa þessu, það sem tíminn líður hratt. Skrýtið þar sem ég eldist ekkert sjálf ;-Þ. Þetta var í fyrsta skiptið sem María las afmæliskort sjálf... ekkert smá dugleg orðin að lesa og skrifa. Það sem maður elskar þessi börn sín, ég er ekkert smá rík :-)
Elsku María mín til hamingju með daginn þinn ég elska þig litla ljósið mitt :-)
Elsku María mín til hamingju með daginn þinn ég elska þig litla ljósið mitt :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)