fimmtudagur, 8. desember 2011

Healing power of food

Hef undanfarin ár heyrt af fleiri og fleiri einstaklingum sem fá bót meina sinna eða verða betri af einhverjum sjúkdómum eftir að hafa tekið mataræðið í gegn. Sem dæmi tourette og einhverfa hjá börnum vina minna. Þetta segir manni hve mikilvægt það er að hugsa um það hvað maður sé að setja ofan í sig og ekki síst hvað við erum að gefa börnunum okkar. Hér er linkur á fyrirlestur þar sem kona segir frá sinni reynslu.

miðvikudagur, 7. desember 2011

María Elísa 7 ára

Hún María mín er 7 ára í dag. Var vakin með söng og pakka í rúmið í morgun. Það var glöð stelpa sem tölti í skólann í morgun með mikla tilhlökkun til dagsins. María, litla ljósið okkar, er alveg yndisleg stelpa, svo skapandi og skemmtileg.

Til hamingju með daginn þinn fallegi engillinn minn :-) Knúúús!



50 Questions That Will Free Your Mind

These questions have no right or wrong answers.
Because sometimes asking the right questions is the answer.


þriðjudagur, 6. desember 2011

Hverslags blogg er þetta?

Þið sem lesið eða fylgjist með þessu bloggi og eruð vinir mínir á facebook, þið eigið eftir að sjá oft sömu hlutina hér inni og þar. Ég vona samt að ykkur leiðist það ekki... þetta blogg er hugsað eins og dagbók þannig ég geti „sest“ inn í tímavélina mína og farið aftur í tímann og upplifað góðar stundir aftur og aftur. Eigið góðar stundir.

Reyni að koma lífi í þetta blogg

Í dag notaði ég forrit/apps á facebook: My Top Status in 2011. Það er listi yfir 10 helstu statusa ársins 2011.

Þegar ég leit yfir statusana (hvað kallast þetta aftur á íslensku?) þá varð mér hugsað til þess þegar ég bloggaði alltaf á Gauksstöðum. Það var svo yndislegt að kíkja yfir allar færslurnar og sjá allt sem ég hafði verið að gera og hvað ég var að hugsa. Ég kom nefnilega meiru í verk en ég mundi eftir.

Þessi upprifjun fékk mig til þess að langa að byrja aftur að blogga... sem ég ætla núna að gera... sjáum nú hvernig það gengur ;-)

30. nóvember 2011

Fallegt þykir mér veðrið, frostið bítur kinn, finnst sem ég sé komin á Norðurlandið mörgum árum fyrr, hlakka til að búa til snjóengla í snjónum og horfa á norðurljósin dansa, það er gott að vera til.